Hverjir þurfa ekki að sækja endurmenntun?
Þeir bílstjórar sem aka aðeins í eigin þágu og eru ekki í flutningum gegn gjaldi, þurfa ekki að sækja endurmenntun frekar en þeir vilja. Þeir fá því ekki tákntöluna 95 og endurnýja ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D án endurmenntunar sem gefur réttindi til að aka án gjaldtöku. Þeir bílstjórar geta alltaf endurvakið atvinnuréttindin með því að sækja endurmenntun og endurnýja ökuskírteinið með tákntölunni 95.