Um Námið
Þeir bílstjórar sem aka rútum og vörubílum í atvinnuskyni, þurfa að taka 35 stunda endurmenntun á hverju 5 ára tímabili.
Hvert námskeið er 7 stundir.
Endurmenntunarnámskeiðin mega ekki vera eldri en 5 ára við endurnýjun ökuskírteinis.
Kjarnanámskeið sem allir þurfa að taka:
- Lög og reglur
- Vistakstur/öryggi í akstri
- Umferðaröryggi/bíltækni