Fjarnám

 

Leiðbeiningar til að tengjast fjarfundanámskeiði

1. 


Smelltu á hlekkinn fyrir fundinn, þann sem þú fékkst í tölvupóstinum og byrjar á https://global.gotomeeting.com/.... 
Slóðin mun þá opnast í vefskoðaranum (webbrowser) þínum.


2.


Þá kemur upp mynd eins og sést hér fyrir neðan, þú smellir á “Download the app” takkann fyrir miðjum skjánum.
Ef þú hefur áður notað þetta fjarfundaforrit kemur ekki "Download the app" og þú skalt fara beint í punkt 6. 3.


Neðst á skjánum munu koma þessi skilaboð: 


4.


Þú smellir á “Keep”. Eftir nokkrar sekúndur breytast skilaboðin í þetta:


5.


Þú smellir nú á stafina, þar sem stendur “GoToMeeting Ope…exe”. Þá opnast gluggi fyrir miðjum skjá, í örstutta stund, eins og sjá má hér:


6.


Í framhaldi á að opnast gluggi sem lítur svona út:


Þarna á að sjást mynd af þér, þar sem að hvíta myndavélin er fyrir miðjum skjánum. Ef að skjárinn er eins og sést á þessari mynd eða það sést ekki mynd af þér, þá þarftu að athuga myndavélina á tölvunni hjá þér, s.s. hvort að kveikt sé á henni eða hvort að það sé eitthvað fyrir myndavélalinsunni. Ef þú sérð mynd af þér smellir þú á takkann “Ok, I’m ready”. Þá áttu að sjá mynd af öðrum þátttakendum og kennaranum.

 

7.


Ef nafnið þitt kemur ekki rétt við myndina af þér í þeim glugga sem nú á að vera opinn (þar sem allir þátttakendur sjást), þá þarftu að fara efst í vinstra hornið á glugganum og smella á örina sem vísar niður, sú sem er við hliðina á “GoToMeeting”. Þá sérðu nýja valmynd sem lítur svona út:


8.


Þú velur “Edit Your Name and Email”  og síðan "General" og færð þá upp svona glugga:


Í svæðin “Name” og “Email” setur þú nafnið þitt og tölvupóstfang og smellir að því búnu á “Ok” takkann neðst á glugganum.
Ef allt þetta hefur gengið upp ertu tilbúinn að taka þátt í námskeiðinu.

 

9.


Á meðan kennarinn er að tala skaltu slökkva á hljóðnemanum hjá þér. Það er gert með því að fara með músina yfir þann hluta skjásins sem sýnir glærur kennarans. Þá kemur upp mynd eins og sést hér að neðan, þú skalt smella á græna “Mic” takkann, hann verður þá rauður og á meðan hann er rauður heyrist ekki í þér.

 

10.


Í upphafi námskeiðsins mun kennarinn fara yfir hvaða reglur gilda á námskeiðinu og hvernig þið eigið að bera ykkur að ef þið viljið koma með athugasemdir eða spyrja kennarann.


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar